Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóladagur Foreldrafélags Álftanesskóla

26.11.2019
Jóladagur Foreldrafélags Álftanesskóla
Jóladagur Foreldrafélags Álftanesskóla verður haldinn 8. desember 2019 í íþróttahúsinu á Álftanesi frá kl. 14.00-16.00. Kveikt verður á jólatrénu fyrir utan íþróttahúsið strax í kjölfarið eða um kl 16:15. 

Jóla- og góðgerðadagurinn sem haldinn hefur verið undanfarin ár verður ekki með alveg sama sniði í ár og verið hefur. Þetta árið verður Jóladagur Foreldrafélags Álftanesskóla haldinn í staðinn þar sem framlög barnanna til dagsins verða höfð í forgrunni. Nokkrir bekkir munu vera með spennandi bása auk þess sem 10. bekkur mun standa fyrir kaffihúsi. Einnig munu nemendur 5. bekkjar halda tískusýningu. Foreldrafélagið leitar nú eftir börnum sem hafa áhuga á að koma fram þennan dag, hvort sem um er að ræða tónlist, dans eða annað. Tekið er við hugmyndum að atriðum á tölvupóstfangið AS-foreldrafelag@alftanesskoli.is . 
Það er von Foreldrafélags Álftanesskóla að sem flestir mæti og geri sér glaðan dag með börnunum og njóti framlags þeirra og samveru. 

Með fyrirfram þökk og von um jákvæðar undirtektir,
stjórn Foreldrafélags Álftaneskóla
 
Til baka
English
Hafðu samband