Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verum saman á vaktinni - Fræðslukvöld um áhættuhegðun barna og unglinga og forvarnir fyrir foreldra og íbúa í Garðabæ.

17.01.2020
Verum saman á vaktinni - Fræðslukvöld um áhættuhegðun barna og unglinga og forvarnir fyrir foreldra og íbúa í Garðabæ.

 

VERUM SAMAN Á VAKTINNI - ,,Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er yfirskrift fræðslukvölds um áhættuhegðun barna og unglinga og forvarnir sem verður haldið þriðjudaginn 21. janúar nk. kl. 20:00-22:15 í hátíðarsal Sjálandsskóla við Löngulínu. Fræðslukvöldið er haldið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Grunnstoðar Garðabæjar (fulltrúa foreldrafélaga) og grunnskóla Garðabæjar og er fyrir foreldra og íbúa í Garðabæ.

Hvetjum foreldra/forráðamenn að mæta og hlýða á þessi fróðlegu erindi sem á erindi við okkur öll sem samfélag.
Verið velkomin!

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan sem og á vef Garðabæjar 

https://www.gardabaer.is/mannlif/felagslif/vidburdir/verum-saman-a-vaktinni-thad-tharf-heilt-thorp-til-ad-ala-upp-barn

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar:  https://www.facebook.com/events/616597205756386/

Til baka
English
Hafðu samband