Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsviðtöl 5. febrúar - skráning hafin

28.01.2020
Námsviðtöl 5. febrúar - skráning hafin

Námsviðtöl verða í skólanum miðvikudaginn 5. febrúar og mæta nemendur í þau með foreldrum/forráðamönnum. Skráning í viðtöl er rafræn í gegnum Mentor og opnað verður fyrir skráningar í dag þriðjudaginn 28. janúar. Skráning er opin til föstudagsins 31. janúar (síðasti dagur fyrir skráningu er þá föstudagurinn). Þeir sem eiga fleiri en eitt barn geta þá bókað tímana sjálfir og ráðið hvernig þeir raða þeim niður svo fremi sem tímar verði lausir.
Við viljum minna foreldra á að aðrir kennarar en umsjónarkennarar s.s. list- og verkgreinakennarar, íþróttakennara og sérkennarar eru einnig til viðtals þennan dag. Gott er að senda þeim póst og mæla sér mót við þá (sjá netföng á heimasíðu) en einnig er hægt að koma og hitta á þá.

Leiðbeiningar hvernig maður skráir sig í námsviðtal í gegnum Mentor:
. Foreldri skráir sig inn á sinni kennitölu og með sínu lykilorði.
. Foreldrar velja flísina : Foreldraviðtöl
. Lausir tímar birtast sem hægt er að bóka og þar velur þú tíma
. Hægt er að senda skilaboð til kennara ef fólk vill
. Velja svo aðgerð að bóka neðst í glugganum (eða fyrir aftan tímann ef fólk er í appinu).
. Foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn þurfa að bóka tímana þannig að viðtölin séu ekki of þétt svo hægt sé að fara á milli stofa.

Ef þið lendið í vanda þá er ykkur bent á að hafa samband við umsjónarkennara til að fá aðstoð.
Einnig eru leiðbeiningar hér

 

 

Til baka
English
Hafðu samband