Nemendur mæta kl. 10:00 þriðjudaginn 6. apríl.
31.03.2021

Reglugerð er varðar skólahald kom út í dag og gildir til 15. apríl n.k. Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 10:00 þriðjudaginn 6. apríl þannig að starfsmönnum gefist færi á að skipuleggja og sótthreinsa sín rými. Að öðru leyti eiga ekki að verða neinar aðrar breytingar á skólahaldi hjá nemendum. Skv. reglugerðinni varða breytingarnar einungis starfsmenn. Vonandi verða engar frekari breytingar á næstunni svo við getum haldið úti nokkuð eðlilegu skólahaldi það sem eftir er af skólaárinu.
Bestu páskakveðjur
stjórnendur Álftanesskóla