Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kærleikarnir

06.12.2021
Kærleikarnir

Kærleikarnir voru haldnir í byrjun desember en þeir eru árlegt uppbrot hér í skólanum þar sem lögð er áhersla á vinnu í tengslum við Uppeldi til ábyrgðar sem er stefnan sem skólinn vinnur eftir. Á hverju ári er ein þörf tekin fyrir og að þessu sinni var það þörfin "Tilheyra".

Nemendur unnu ýmis tengd verkefni og eitt af þeim var að teikna mynd sem tengist þörfinni að tilheyra á púsl. Öllum púslum nemenda var svo safnað saman og þau hengd á veggi skólans. Nemendur föndruðu einnig kort með hjarta-þema sem borin voru út í hús á Álftanesi en hjartað er einmitt táknið fyrir þörfina að tilheyra. 

Hér má sjá nokkrar myndir

Til baka
English
Hafðu samband