Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gjöf frá Kvenfélagi Álftaness

28.01.2022
Gjöf frá Kvenfélagi Álftaness

Forsvarskonur Kvenfélags Álftaness komu færandi hendi í gær og gáfu skólanum Lego námskubba af ýmsum gerðum en Lego hefur reynst vel í vinnu með nemendum t.d. með tilfinninga- og félagsvanda og með einhverfum börnum. Sýnt hefur verið fram á að þessi vinna gæti bætt samskiptahæfni, félagsfærni og rökhugsun nemenda.

Við þökkum kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir sem munu svo sannarlega nýtast nemendum og kennurum vel í skólastarfinu. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband