Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing 25. janúar

20.01.2023
Skólaþing 25. janúarVið verðum með nemendaþing/skólaþing hér í Álftanesskóla miðvikudaginn 25. janúar í matsal skólans. Það væri frábært ef að einhverjir foreldrar væru tilbúnir til þess að koma og taka þátt með okkur.
Miðstigið, 5. - 7. bekkur verður með sitt þing kl. 8:30-9:30 og unglingastig, 8. - 10. bekkur kl. 10-11.
Nemendaráð hefur útbúið spurningar sem verða ræddar í 10-12 hópum og nemendur í nemendaráði eru einnig hópstjórar.

Að loknu nemendaþingi vinnur nemendaráð úr niðurstöðum sem verða kynntar fyrir skólasamfélaginu og unnið verður að úrbótum þar sem hægt er.

Síðast var haldið nemendaþing árið 2019 og það sem hefur áunnist síðan þá er m.a. eftirfarandi:
-    samtal við Skólamat (oftar kjötsúpa, KFC kjúklingur, kjúklingur í karrý, samlokugrill f.nemendur)
-    skápar á elsta stigi
-    þrýstingur á endurnýjun skólalóðar og nú höfum við battavöll og körfuboltavöll. Fleiri leiktæki á leiðinni m.nýrri lóð.
-    skólinn byrjar seinna á elsta stigi suma daga

Endilega sendið póst á drifasi@alftanesskoli.is og látið mig vita ef þið sjáið ykkur fært að mæta. Það er velkomið að vera með báðum stigum en einnig hægt að koma bara kl. 8:30 eða kl. 10.

Til baka
English
Hafðu samband