Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

29.03.2023
Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram þriðjudaginn 28. mars við skemmtilega athöfn í sal skólans. Þátttakendur voru 9 talsins og lásu fyrst úr sögunni "Strokubörnin á Skuggaskeri" eftir Sigrúnu Eldjárn og svo ljóð að eigin vali. Ungu lesendurnir stóðu sig allir með mikilli prýði og fengu afhent viðurkenningarskjal ásamt rós að upplestri loknum.

Fulltrúar skólans árið 2023 eru þær Ásta Emilý Evertsdóttir, Tinna Marý Guðmundsdóttir og Viktoría Skarphéðinsdóttir.

Lokakeppnin verður fimmtudaginn 27. apríl í Álftanesskóla þar sem fulltrúar allra skóla keppa.

Til baka
English
Hafðu samband