Kvennaverkfall 24. október 2023
20.10.2023
![Kvennaverkfall 24. október 2023 Kvennaverkfall 24. október 2023](/library/Myndir/Myndasafn/Skolaarid-2023-2024/Kvennaverkfall.jpg?proc=ContentImage)
Ljóst er að veruleg röskun verður á öllu samfélaginu þennan dag og gera má ráð fyrir að áhrifin verði mikil í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum Garðabæjar þar sem stærsti hluti starfsfólksins þar eru konur eða kvár - eða um 75% alls starfsfólks bæjarins. Garðabær styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og leitar því til forráðafólks að sýna þessari röskun skilning.
Það er ljóst að staðan í Álftanesskóla er þannig að ekki er hægt að tryggja öryggi barna í húsi vegna þess hversu fáir starfsmenn mæta þriðjudaginn 24. október, kvennafrídaginn, og því þarf að fella niður skóla- og frístundastarf þennan dag.