Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. desember - Dagur íslenskrar tónlistar

01.12.2023
1. desember - Dagur íslenskrar tónlistar

Degi íslenskrar tónlistar var fagnað í dag með samsöng í sal skólans. En nemendur tóku þátt, kl. 10:00 í morgun, í að slá Íslandsmet í samsöng með laginu "Það vantar spýtur" eftir Ólaf Hauk Símonarson en Olga Guðrún Árnadóttir flutti það á sínum tíma en hún fagnaði 70 ára afmæli sínu í ár.


Nemendur sungu með beinu streymi frá Hörpu þar sem hljómsveitin CELEBS frá Suðureyri flutti lagið og tókum við upp myndband af söngnum sem verður sent til forsvarsfólk Dags íslenskrar tónlistar. En þau munu setja öll innsend myndbönd saman í eitt myndband. Allir skólar á landinu voru hvattir til að taka þátt og verður spennandi að sjá lokamyndbandið.

Til baka
English
Hafðu samband