Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

05.09.2025
Göngum í skólann

Í samstarfi við ÍSÍ hefur Álftanesskóli tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann í þónokkur ár og verður engin undantekning á því í ár. Hér í Álftanesskóla eru nemendur sem og fullorðna hvattir til að ganga eða hjóla í skólann. Álftanes er kjörið fyrir hvoru tveggja og er það m.a. eitt af því sem skólinn getur haft áhrif á – þ.e. að efla og bæta samgöngu- og umferðarmenningu á Álftanesi. Viljum því einnig nota tækifærið og minna alla á hjálmanotkun.

Vikuna 8. – 12. september verður áhersla lögð á að kynna nemendum verkefnið Göngu í skólann og veitt verður fræðslu um umferðaröryggi og mörgu því tengt.  

Vikuna 15. – 19. september eru nemendur hvattir sérstaklega til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Kennarar skrá niðurstöður og sá bekkur sem stendur sig best fær gullskóinn í verðlaun. Keppt verður innbyrðis milli stiga.

Verkefninu Gögnum í skólann lýkur svo með Mílugöngu, föstudaginn 26. september, þar sem vinabekkir safnast saman og fara í göngutúr.

Til baka
English
Hafðu samband